25. Okt. 2021

Langar þig að vinna í framhúsi Þjóðleikhússins?

Óskum eftir að ráða jákvæða og þjónustulundaða  gleðipinna í framhús Þjóðleikhússins.  Um er að ræða störf í þjónustu við gesti leikhússins með það að markmiði að auka jákvæða upplifun sýningargesta með framúrskarandi þjónustu og hlýju og glaðlegu viðmóti. Um tímavinnu er að ræða, á kvöldin og um helgar.


Gleðipinnarnir okkar þurfa að vera stundvísir, sveigjanlegir, þjónustulundaðir og að geta unnið undir álagi. Aldurstakmark er 20 ár og reynsla af þjónustustörfum æskileg. Hvetjum öll kyn til að sækja um og taka þátt í spennandi verkefnum vetrarins með gleði í hjarta og bros á vör.

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á hans.kragh@leikhusid.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími