16. Feb. 2023

Tónlistin úr Hvað sem þið viljið

Sýningin Hvað sem þið viljið, sem frumsýnd var í Kassanum í janúar,  hefur vakið mikla lukku. Þessi galsafulla gleðisýning færir okkur skemmtilegasta gamanleik Shakespeares í splunkunýjum búningi, þar sem möguleikar leikhússins eru nýttir á frjóan og ævintýralegan hátt og list leikarans er í forgrunni. Tónlistin í sýningunni er eftir Kristjönu Stefánsdóttur, auk þess sem Hallgrímur Ólafsson á eitt laganna. Tvö lög hafa nú verið gefin út á Spotify.

Það er Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem syngur lag Kristjönu, Ástin er svo undarleg en textann á Karl Ágúst Úlfsson, sem einnig þýðir verkið og skrifar leikgerð ásamt Ágústu Skúladóttur.

Hlusta á lag

Einu sinni var ég ástfanginn er lag eftir Hallgrím Ólafsson leikara, en hann leikur einnig í sýningunni. Texti lagsins er eftir Karl Ágúst Úlfsson.


Hlusta á lag

Ágústa Skúladóttir leikstjóri er þekkt fyrir fjörugar, litríkar og heillandi sýningar, og nú hefur Karl Ágúst Úlfsson endurort texta skáldsins á léttleikandi nútímamál í nýrri leikgerð sem er full af húmor og brotin upp af stórskemmtilegri tónlist. Margir okkar flinkustu gamanleikarar blása nýju lífi í ógleymanlegar persónur Shakespeares.

Léttleikandi, kómískir og músíkalskir leikarar sem njóta þess að afhjúpa sig og mynda beint samband við salinn.
⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️  1/2
ÞT, Mbl.

Nánar um sýninguna
KAUPA MIÐA

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími