03. Feb. 2023

Prinsinn loks frumsýndur í Reykjavík

Leikritið Prinsinn, eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson, var frumsýnt í Frystiklefanum á Rifi á síðasta ári. Nú er verkið tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu í febrúar og mars en það byggir á reynslu Kára sem horfðist í augu við það sautján ára gamall að eiga von á barni. En hversu áreiðanlegt vitni er maður í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt?

KAUPA MIÐA

Í kjölfar frumsýningar á Rifi hélt leikhópurinn í vel heppnaða leikferð sem teygði anga sína víða um land. Nú er hins vegar komið að því að leikhúsunnendur á höfuðborgarsvæðinu fái tækifæri á að sjá sýninguna. Prinsinn er hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, byggt á sönnum atburðum, sem talar beint til okkar.

Þegar maður á fertugsaldri bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn fara atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann. María Reyndal leikstýrir sýningunni, en auk Kára leika þau Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Sólveig Guðmundsdóttir og Birna Pétursdóttir í sýningunni.

Prinsinn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi – sérstaklega ef maður vinnur í sjoppunni og er með lyklana!

17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst?

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími