23. Feb. 2023

Nordic Ambitions – Mentorverkefni fyrir starfandi stjórnendur í norrænum leikhúsum

Nordic Ambitions er nýtt mentorverkefni sem þróað  hefur verið fyrir listræna stjórnendur leikhúsa og leikhússtjóra á Norðurlöndum. Verkefnið er frumkvæði  Nordiskt Teaterledarråd, (Samtaka norrænna leikhússtjórnenda), og unnið í samvinnu við Norræna menningarsjóðinn, Nordisk Kulturfond. Eins árs námið þróar leiðtogahæfileika þátttakenda og eflir norrænt tengslanet milli leikhúsa.

Nordic Ambitions er sérsniðið fyrir starfandi stjórnendur með listræna ábyrgð sem starfandi eru í einhverju af 350 aðildarleikhúsum tengslanetsins í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Verkefnið er bæði sniðið að nýjum og reyndari stjórnendur, sem áhuga hafa og metnað til þess að vaxa í sínum hlutverkum og byggja upp sterkara tengslanet við kollega sína í sambærilegum störfum víða um Norðurlöndin.

Tekið er á móti umsóknum á netinu á milli 1.–21. mars, en eftir það eru 10 þátttakendur valdir af Nordiskt Teaterledarråd og þeir paraðir við reyndan mentor sem er reynslumikill starfandi leikhússtjóri frá öðru norrænu landi.

Umsóknarform

Verkefnið sem felst í handleiðslu og markþjálfun stendur svo yfir frá júní 2023 til maí-loka 2024 og felst í netnámskeiði sem og fundum í ólíkum löndum milli leiðbeinendapara. Einnig verður hluta af fræðsluefni verkefnisins kynnt og gert aðgengilegt fyrir annað fagfólk í leikhúsum á Norðurlöndunum. Opinbert tungumál leiðbeinandans er enska.

Nordic Ambitions verkefninu er verkefnastýrt í Finnlandi í gegnum Samtök finnskra leikhúsa STEFI.

Fyrir frekari upplýsingar eru á Nordic Ambitions síðunni
Frekari upplýsingar

Sækja bækling
Nordic Ambitions verkefnisins:
SMELLTU HÉR!

NORDISKT TEATERLEDARRÅD: – Samtök leiðtoga norrænna leikhúsa

Dansk Teater https://www.danskeater.org/
Norsk teater- og orkesterforening https://nto.no/
Suomen Teatterit – Finlands Teatrar https://www.suomenteatterit.fi
Svensk Scenkonst https://www.svenskscenkonst.se/
Þjóðleikhúsið: https://leikhusid.is/english/
Suomen Teatterijohtajaliitto – Finnlands Teaterchefsförbund

Verkefnastjóri Johanna Welander, Samtök finnskra leikhúsa STEFI, johanna.welander@suomenteatterit.fi

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími