29. Okt. 2018
Þinn eigin gullmiði!
Það gæti leynst einstakur leikhúsmiði í nýjustu bók Ævars Þórs, Þitt eigið tímaferðalag.

Það er alltaf spennandi þegar Ævar Þór sendir frá sér bók en nú er það ennþá meira spennandi. Í fyrstu þúsund eintökunum af Þitt eigið tímaferðalag, leynast 10 gullmiðar. Miðarnir  eru leikhúsmiðar á sýninguna Þitt eigið leikrit sem frumýnt verður í janúar í Þjóðleikhúsinu. Miðaranir eru engir venjulegir leikhúsmiðar. Í fyrsta lagi mun Ævar fara með gullmiðahöfunum á sýninguna. Hann mun fara með þeim baksviðs og sýna þeim hvernig sýningin varð til og í þriðja lagi fá þeir að hitta alla leikarana eftir að sýningunni lýkur og spjalla við þau.
Þetta verður dagur sem mun seint líða úr minni.

Þeir heppnu sem finna miða í sinni bók þurfa að senda tölvupóst á kynning@leikhusid.is og láta vita. Þeim verður boðið á sýningu þann 23. febrúar næstkomandi klukkan 15.00.

Thitt_eigid_timaferdalagAllt um bókina hér:
https://www.forlagid.is/vara/titt-eigid-timaferdalag/

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími