14. Okt. 2018

Einstök stemning á Ronju

Um helgina mætti fjöldi barna og foreldra í Þjóðleikhúsið á fjölskyldusöngleikinn frábæra um Ronju ræningjadóttur. Á meðal þeirra sem skemmtu sér konunglega var fríður hópur frá Einstökum börnum. Að sýningu lokinni hittu þau leikara sýningarinnar. Það fór vel á með þeim og gleðin skein úr hverju andliti eins og sést á meðfylgjandi myndum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími