06. Okt. 2020

Sýningum frestað næstu tvær vikur vegna Covid-19

Í samræmi við ný tilmæli vegna kórónuveirufaraldursins frestar Þjóðleikhúsið öllum leiksýningum sem ráðgerðar voru næstu tvær vikurnar. Þeir sem eiga miða á þessar sýningar munu fá tilkynningu um nýjar sýningardagsetningar. Einnig mun miðasala okkar og þjónusta færast alfarið yfir í síma og á net á þessum tíma. Við þökkum áhorfendum okkar enn á ný fyrir auðsýndan skilning á stöðu mála á þessum óvenjulegu tímum.

Frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á hefur Þjóðleikhúsið lagt allt kapp á að gæta fyllsta öryggis og fylgja ítrustu leiðbeiningum yfirvalda. Samhliða höfum við nýtt tímann vel til að undirbúa nýjar sýningar, bæta aðstöðu fyrir leikhúsgesti og fleira.


Það hefur verið okkur í Þjóðleikhúsinu mikil ánægja að geta tekið á móti leikhúsgestum síðustu vikurnar, þótt það hafi verið með óhefðbundnum hætti. Það hefur glatt okkur mjög að finna fyrir gleði leikhúsgesta yfir því að komast loksins aftur í leikhús og gaman hefur verið að finna áhuga á þeim nýjungum sem við höfum kynnt í starfseminni.

Vonandi mun faraldurinn ganga hratt niður núna, og við vonumst til þess að sjá gesti okkar sem allra fyrst aftur. Þá mun Þjóðleikhúsið taka á móti ykkur, kæru gestir, og hrífa ykkur með.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími