21. Okt. 2020

Þjóðleikhúsið bregst við ástandinu

Sýningum frestað enn um sinn

Í samræmi við tilmæli yfirvalda vegna Covid-19 þarf Þjóðleikhúsið áfram að fresta leiksýningum þar til samkomutakmörkunum hefur verið aflétt. Þeir sem eiga miða á sýningar á tímabilinu munu fá tilkynningu um nýjar sýningardagsetningar þegar hægt verður að hefja sýningarhald að nýju.

Að sjálfsögðu falla engir miðar á sýningar úr gildi, og allir miðar sem hafa verið keyptir á sýningar eru tryggðir. Einnig hefur miðasala okkar færst tímabundið alfarið yfir í síma og á net, í samræmi við tilmæli yfirvalda. Við vonumst til að geta farið að taka á móti ykkur á nýjan leik og þökkum ykkur enn á ný fyrir auðsýndan skilning á stöðu mála á þessum óvenjulegu tímum.

Sýningar færðar til
Til þess að bregðast við samkomutakmörkunum nú hefur leikhúsið þurft að endurskipuleggja skipulag nokkurra verka á leikárinu. Nú liggur fyrir að flytja þarf frumsýningu á eftirfarandi verkum:

  • Framúrskarandi vinkona: Frumsýningu er frestað til 6. mars 2021.
  • Jólaboðið: Frumsýningu er frestað fram í byrjun nóvember 2021.

Aðrar sýningar hefjast vonandi á ný innan skamms
Sýningar á Kardemommubænum, Upphafi, Kópavogskróniku, Þínu eigin leikriti – Tímaferðalagi og Sjitt ég er sextugur hefjast um leið og aðstæður leyfa. Nýir miðar verða sendir út jafn skjótt og sýningardagsetningar hafa verið ákveðnar.

Við nýtum tímann vel
Við höldum áfram að nýta tímann vel og starfsfólk leikhússins vinnur að undirbúningi nýrra sýninga sem bíða ykkar þegar sýningar hefjast á nýjan leik. Samhliða nýtum við einnig tímann til að bæta aðstöðu leikhúsgesta og fleira. Starfsfólk Þjóðleikhússins hlakkar til að taka á móti ykkur, kæru gestir, og hrífa ykkur með um leið og aðstæður leyfa. Þangað til leyfum við okkur að hlakka til.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími