27. Okt. 2020

Master class með Yaël Farber leikstjóra

Þjóðleikhúsið nýtir tækifærið og heldur námskeið fyrir leikstjóra nú þegar sýningum er frestað

Þjóðleikhúsið efnir til tveggja daga master class námskeiðs með Yaël Farber fyrir leikstjóra nú í byrjun nóvember. Þar gefst völdum hópi leikstjóra einstakt tækifæri til að kynnast og læra af þessum margverðlaunaða leikstjóra sem leikstýrt hefur víða um heim og er stödd hér á landi vegna æfinga á Framúrskarandi vinkonu, en frumsýningu hefur nú verið frestað þar til í mars.

Yaël Farber leikstýrir Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. Hún hefur dvalið hér í haust við æfingar, sem hafa gengið afar vel og stór hópur leikara við Þjóðleikhúsið hefur notið þess að takast á við þetta magnaða leikverk undir stjórn Farber.

Vegna kórónuverufaraldursins hefur Þjóðleikhúsið þurft að gera hlé á æfingunum og fresta frumsýningu til 6. mars, og því var ákveðið að nota tímann meðan þessi framúrskarandi leikstjóri er á landinu til að gefa fleiri íslenskum leikhúslistamönnum tækifæri til að læra af henni. Þessar aðstæður útskýra stuttan fyrirvara á námskeiðinu, en námskeiðið verður haldið strax í næstu viku. Með námskeiðinu vill Þjóðleikhúsið leggja sitt af mörkum til að efla íslenska leikstjóra og íslenskt leikhúslíf.

Auk leikstjóra úr Þjóðleikhúsinu verður sex leikstjórum úr hópi umsækjenda boðin þátttaka í námskeiðinu sér að kostnaðarlausu. Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 3. og miðvikudaginn 4. nóvember kl. 10.00-16.00. Að sjálfsögðu verður gætt að sóttvörnum og nándartakmörkunum.

Áhugasamir sendi póst á masterclass@leikhusid.is. Umsóknarfrestur er til og með fimmtud. 29. október.

Með umsókn skal fylgja stutt ferilskrá á einni síðu, á ensku.
Ekki skal senda myndir eða myndbönd með umsókn en umsækjandi er beðinn að svara þessum spurningum í stuttu máli, á ensku:

  • Why do you want take part in this master class and what do you expect from it (10-15 línur):
  • How would you define yourself and your interests as a director (10-15 línur):

Nánari upplýsingar um Yaël Farber er að finna HÉR.

Einnig má lesa viðtal við hana HÉR.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími