19. Sep. 2022

Sala hafin á Láru og Ljónsa

Sýningin um Láru og Ljónsa sló heldur betur í gegn á síðasta leikári í Þjóðleikhúsinu og komust færri að en vildu. Áhuginn var svo mikill að uppselt varð á allar sýningar og aukasýningum var bætt við eins og við var komið. Nú er miðasala hafin og um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst. Sýningin er einstaklega hentug sem fyrsta heimsókn barna í leikhúsið og hentar börnum frá allt að tveggja ára aldri.

Jólaævintýri Láru og Ljónsa gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?

Láru-bækurnar eftir Birgittu Haukdal komu fyrst út árið 2015 og hafa æ síðan verið vinsælar hjá ungum lesendum. Hér sameina Birgitta og Guðjón Davíð Karlsson krafta sína og niðurstaðan er þessi fallega sýning sem hefur sannarlega slegið í gegn.

Kaupa miða

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími