23. Sep. 2022

Miðasala hafin á sýningu Pussy Riot á Stóra sviði Þjóðleikhússins

Miðasala er hafin á sýningu Pussy Riot sem verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins 25. nóvember næstkomandi. Sýningin er sambland af tónleikum, gjörningalist og pólitískum viðburði og hefur verið sýnd víða um heim og hlotið mikið lof. Sýningin var að hluta til æfð og þróuð í Þjóðleikhúsinu síðasta vor rétt eftir að forsprakki hópsins Masha Alyokhina, slapp naumlega frá Rússlandi þar sem handtökuskipun vofði yfir henni. Hópurinn hélt til í Þjóðleikhúsinu, lét lítið fara fyrir sér og vann að sköpun sýningarinnar. Þess má geta að sýningin er skipulögð í samhengi við fyrstu yfirlitssýningu Pussy Riot sem opnar í Kling og Bang í nóvember.
Pussy Riot

Kaupa miða

Saga Pussy Roit er stórmerkileg saga andófs og uppreisnar gegn kúgun og ritskoðun. Pussy Riot er upphaflega feminísk pönkhljómsveit sem einsetti sér að vekja athygli á réttindabaráttu minnihlutahópa og berjast gegn Pútín og stefnu hans. Pussy Riot vakti heimsathygli þegar fimm meðlimir fluttu gjörninginn „pönkbæn“ í dómkirkju í Moskvu og birtu síðar myndband af atburðinum á netinu. Í kjölfarið voru þrjár þeirra dæmdar til tveggja ára refsivistar í vinnubúðum. Rússnesk yfirvöld sættu mikilli gagnrýni af alþjóðasamfélaginu og þótti dómurinn aðför að málfrelsi. Konurnar voru þó ekki látnar lausar fyrr en 21. mánuði síðar eftir kröftug mótmæli mannréttindasamtaka víða um heim. 

Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður, hafði milligöngu um það að Pussy Riot gátu leitað ásjár Þjóðleikhússins síðastliðið vor, og þar fékk hópurinn andrými til að skapa þessa sýningu sem hefur nú verið sýnd víða og hlotið mikið lof. 

„Gjörningar Pussy Roiot er án efa einhverjir mikilvæguastu pólitísku listaverk 21. aldarinnar. Ef einhverjir listamenn hafa gefið allt fyrir listina þá eru það þessir töffarar. Þungamiðjan í sýningunni er saga Möshu og lýsing hennar á helvtítinu sem Rússland Pútíns er. Glerhörð kvöldstund sem kýlir beint í magann og á sér í alvöru talað engan sinn líka“, segir Ragnar. 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími