30. Maí. 2024

Saknaðarilmur er sýning ársins

Á nýafstaðinni uppskeruhátíð Sviðlistasambands Íslands, Grímunni, hlutu sýningar Þjóðleikhússins alls níu Grímuverðlaun. Saknaðarilmur fékk fjórar Grímur, var valin sýning ársins og leikrit ársins, Unnur Ösp var leikkona ársins, og Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson fengu verðlaun fyrir tónlistina.
Ást Fedru fékk einnig fjórar Grímur. Þröstur Leó fyrir leik í aukahlutverki, Ásta Jónína Arnardóttir fyrir lýsingu, Kristján Sigmundur Einarsson fyrir hljóðmynd og Filippía I. Elísdóttir fyrir búninga. Þá fékk Vigdís Hrefna Pálsdóttir Grimu fyrir leik sinn í sýningunni Mútta Courage.
Sýningar Þjóðleikhússins fengu alls 29 tilnefningar til Grímuverðlauna. Þjóðleikhúsið þakkar áhorfendum samveruna í vetur.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími