08. Nóv. 2023

Orð gegn orði (Prima Facie) frumsýnt 17. nóvember

Þjóðleikhúsið frumsýnir verðlaunaverkið Orð gegn orði (Prima Facie) í Kassanum þann 17. nóvember næstkomandi. Verkið er einleikur, skrifað af leikskáldinu Suzie Miller, fyrrum lögmanni, sem einsetti sér að nýta sína eigin reynslu til þess að rannsaka veikleika réttarkerfisins í kynferðisbrotamálum.

Verkið hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn og hver uppsetningin á fætur öðrum hefur slegið í gegn. Jodie Comer, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Killing Eve, þótti sýna afburðaleik þegar verkið var frumsýnt í London og hefur í kjölfarið leikið það beggja vegna Atlantsála. Áhrifa verksins gætir víða, m.a. er hæstaréttardómurum á Norður-Írlandi gert að sjá upptöku af sýningunni áður en þeir geta tekið til starfa.

NÁNAR UM SÝNINGU

Í Orð gegn orði er tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. 

Verkið fjallar um Tessu sem er ungur og metnaðarfullur lögmaður, hámenntuð og eitursnjöll, og hefur tekist að klífa  hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist svo borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður, og hún neyðist til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar. Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, og hvenær er sekt nægilega sönnuð?

Ebba Katrín Finnsdóttir leikur þennan magnaða verðlaunaeinleik en Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir. Verkið hefur unnið til leikritunarverðlauna ástralska rithöfundasambandsins, hlaut Olivier-verðlaunin árið 2023, auk þess sem sýningin hlaut fjölda tilnefninga til Olivier-verðlaunanna og Tony-verðlaunanna.

Venju samkvæmt er boðið upp á umræður með listafólkinu að lokinni 6. sýningu.

Leikari
Ebba Katrín Finnsdóttir

Höfundur
Suzie Miller

Leikstjórn
Þóra Karítas Árnadóttir

Þýðing
Ragnar Jónasson

Leikmynd og búningar
Finnur Arnar Arnarson

Tónlist
Gugusar

Lýsing
Jóhann Friðrik Ágústsson

Hljóðhönnun
Kristján Sigmundur Einarsson

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími