09. Nóv. 2023

Þúsund leyndarmál unglinga opinberuð í verki Ásrúnar

Reykjavík Dance festival verður haldið dagana 15. – 19. nóvember. Líkt og áður er Þjóðleikhúsið hluti af hátíðinni og að þessu sinni verður boðið upp á verk eftir Ásrúnu Magnúsdóttur sem ber titilinn Leyndarmál. Í sýningunni verða þúsund leyndarmál unglinga opinberuð í gegnum frumsamda tónlist, leiki og texta.

Leyndarmál er unnið að ásamt stórum hópi ungs fólks frá Reykjavík og Leeds í Bretlandi. Hópurinn hefur fengið send yfir 1000 leyndarmál frá unglingum sem nú verða opinberuð. Tilurð verksins er sú að Ásrún fékk þá hugmynd að bjóða unglingum að skrifa leyndarmál sín og skila þeim nafnlaust í lokaða kassa. Úr þeim efniviði spratt sýningin.

Í nýlegu viðtali við Heimildina sagði Ásrún: „Ég elska þegar ég vinn með unglingum og vinir þeirra koma að horfa,“ segir hún og hlær. „Sum kunna ekki að haga sér í leikhúsi, eru að spjalla eða eru í símanum. En ég dýrka það. Mér finnst alltaf gaman að sjá áreksturinn á áhorfendabekkjunum, unglingsstráka með hettur sem smá skammast sín fyrir að vera þarna og svo venjulegu danshátíðargestina. Þetta er best.“

Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur hefur vakið mikla athygli fyrir listrænt starf með ungu fólki á undanförnum árum, innan lands sem utan, m.a. í verkefnum á borð við Teenage Songbook of Love and sex, Hlustunarpartý og GRRRRRLS.

Alls verða þrjár sýningar á Leyndarmáli, og þegar er orðið uppselt á einu og þétt setið á annarri.

Kaupa miða

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími