03. Nóv. 2023

Lára og Ljónsi fara á Stóra sviðið

Gleðifréttir af vinunum Láru og Ljónsa. Í ljósi vinsælda sýningarinnar fallegu sem hefur fært fjölskyldum jólaskapið undanfarin tvö ár, verður ævintýrið fært á Stóra sviðið. Það gefst því einstakt tækifæri núna til þess að tryggja börnunum, eða barnabörnunum miða á sýninguna sem byggir á  geysivinsælum bókum Birgittu Haukdal. Aldursviðmið: 2ja til 6 ára.

Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?

Bækur Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa njóta ómældra vinsælda hjá íslenskum börnum, og nú birtast þessar ástsælu persónur í fyrsta sinn á leiksviði. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið lög fyrir leiksýninguna.

NÁNAR UM SÝNINGU

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími