Leikarinn Jonathan Pryce í listamannaspjalli við gesti Þjóðleikhússins á fimmtudag
Þjóðleikhúsið efnir til listamannaspjalls með leikaranum ástsæla Jonathan Pryce. Samtalið fer fram rafrænt, fimmtudaginn 17. desember kl. 13 og mun standa í u.þ.b. 90 mínútur. Jonathan Pryce hefur verið í hópi ástsælustu leikara heims um áratuga skeið. Hann er mikilsvirtur sviðsleikari auk þess sem hann hefur leikið í vinsælum stórmyndum. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir leik sinn. Á ferli sínum hefur hann unnið með mörgum af fremstu leikstjórum heims, þar á meðal með Peter Brook.
Meðal sviðsverka sem hann hefur verið í burðarhlutverkum í eru Hamlet, Comedians, Miss Saigon, Macbeth, Les Miserables, Oliver! og My Fair Lady. Hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones, The Two Popes, The Age of Innocence, Glengarry Glen Ross, Evita, Tomorrow Never Dies og nú nýlega var tilkynnt að hann tæki við hlutverki Filippus prins í síðustu tveimur þáttaröðunum af The Crown.
Gísli Örn Garðarsson leikstjóri mun stýra samtalinu við Pryce. Þjóðleikhúsið býður leikhúsáhugafólki sem hefur áhuga að taka þátt sér að kostnaðarlausu. Áhugasamir sendi beiðni um þátttöku á netfangið midasala@leikhusid.is og þar er einnig velkomið að senda inn tillögur að spurningum fyrir leikarann góðkunna. Þátttakendur fá svo senda rafræna slóð til að fylgja og taka þátt.
SKRÁ MIGÍ nóvember stóð Þjóðleikhúsið fyrir tveimur tveggja daga masterclass-námskeiðum fyrir leikstjóra með hinum heimsþekkta leikstjóra Yael Farber. Sem kunnugt er vinnur hún nú að uppsetningu á Framúrskarandi vinkona sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. Þjóðleikhúsið vill stuðla að virkri umræðu um leikhúslistina sem og endurmenntun og fræðslu listamanna okkar.