Aukasýningar á Íslandsklukkunni
Ákveðið hefur verið vegna fjölda fyrirspurna að halda eina auksýningu á Íslandsklukkunni sem leikhópurinn Elefant hefur sýnt í samstarfi við Þjóðleikhúsið undanfarnar vikur. Íslandsklukkan er byggð á einni ástsælustu skáldsögu þjóðarinnar, Íslandsklukku Halldórs Laxness. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir en leikarar eru María Thelma Smáradóttir, Davíð Þór Kristínarson, Jónmundur Grétarsson og Hallgrímur Ólafsson.
Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum af blönduðum uppruna. Í gegnum skapandi vinnu með Íslandsklukkuna rannsaka þau stöðu sína í samfélaginu út frá Íslandssögunni, þjóðararfinum og menningarlegum uppruna sínum, í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson, einn af helstu leikstjórum Þjóðleikhússins. Hver erum við, hvaðan komum við og hvert stefnum við?