02. Maí. 2023

Leiksýningin Aspas verður sýnd í Krónunni á Granda. Einstök leikhúsupplifun í stórmarkaði.

Föstudaginn 5. maí, frumsýnir Urbania í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Krónuna á Granda, leiksýninguna Aspas eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cărbunariu. Aspas er fyrsta leikstjórnarverkefni Guðrúnar S. Gísladóttur leikkonu en leikarar eru Eggert Þorleifsson og Snorri Engilbertsson. Leikið er í Krónunni á Granda á opnunartíma verslunarinnar. Aðgangur á sýninguna er ókeypis en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst að hverju sinni og verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum.

Einstök leikhúsupplifun í stórmarkaði!

Bóka miða

Tveir karlmenn, eldri borgari, leikin af Eggerti Þorleifssyni og erlendur farandverkamaður, leikin af Snorra Engilbertssyni, rekast hvor á annan við grænmetisborðið í stórri lágvöruverðsverslun. Þeir gefa hvor öðrum auga. Þeir hugleiða líf sitt. Svo koma nýjustu tilboðin. Aspas er jafnframt fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur. Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði.


Þær Filippía Elísdóttir og Guðrún S. Gísladóttir undir merkjum leikhópsins Umheimur, hafa veg og vanda af sýningunni en hún er sett upp í samstarfi Urbaniu, Krónunnar og Þjóðleikhússins.  Aspas er í senn bráðfyndið og sársaukaþrungið verk þar sem fjallað er um mismunun og fordóma, mannleg samskipti og geymsluþol grænmetis í skugga verslunar og viðskipta á öld þjóðflutninga og tækifæra, offramboðs og ójöfnuðar. Mörkin milli flytjenda og áhorfenda, leikhúsgesta og neytenda verða óljós og útkoman er leikhús þar sem allt getur gerst! Aspas er eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cărbunariu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími