05. Maí. 2023

Skemmtileg heimsókn menningarmálaráðherra í Þjóðleikhúsið

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Þjóðleikhúsið á dögunum og átti einkar ánægjulegan fund með Þjóðleikhússtjóra, Halldóri Guðmundssyni formanni þjóðleikhúsráðs. og fleira starfsfólki leikhússins.
Á fundinum var rætt um sterka stöðu leikhússins, framtíðarverkefni þess og framtíðarsýn. Jafnframt fékk ráðherra innsýn inn í fjölbreytta starfsemi hússins og þau fjölmörgul spennandi verkefni sem unnið er að í leikhúsinu þessa dagana.

Hópurinn skoðaði sérstaklega sviðsrásakerfi stóra sviðsins, sem er yfir 70 ára gamalt.
Langþráð endurnýjun á kerfinu er loks í sjónmáli þar sem vinna er farin af stað við endurnýjun með sérstöku framlagi frá ráðuneytinu sem eyrnamerkt er þessu mikilvæga öryggismáli.Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími