05. Maí. 2023

Skemmtileg heimsókn menningarmálaráðherra í Þjóðleikhúsið

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Þjóðleikhúsið á dögunum og átti einkar ánægjulegan fund með Þjóðleikhússtjóra, Halldóri Guðmundssyni formanni þjóðleikhúsráðs. og fleira starfsfólki leikhússins.
Á fundinum var rætt um sterka stöðu leikhússins, framtíðarverkefni þess og framtíðarsýn. Jafnframt fékk ráðherra innsýn inn í fjölbreytta starfsemi hússins og þau fjölmörgul spennandi verkefni sem unnið er að í leikhúsinu þessa dagana.

Hópurinn skoðaði sérstaklega sviðsrásakerfi stóra sviðsins, sem er yfir 70 ára gamalt.
Langþráð endurnýjun á kerfinu er loks í sjónmáli þar sem vinna er farin af stað við endurnýjun með sérstöku framlagi frá ráðuneytinu sem eyrnamerkt er þessu mikilvæga öryggismáli.



Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími