06. Maí. 2025

39 þrep frá Leikfélagi Hólmavíkur valin áhugaleiksýning ársins


Sýning Leikfélags Hólmavíkur á 39 þrepum hefur verið valin áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins.Þetta er jafnframt í þrítugasta og þriðja  sinn sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir vali á áhugaleiksýningu ársins.
Að þessu sinni sóttu alls tólf leikfélög um að koma til greina við valið með þrettán sýningar.

Formaður dómnefndar var Vala Fannell, en með henni í dómnefnd sátu Elín Smáradóttir sýningarstjóri og Oddur Júlíusson leikari. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að velja sem athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2024-2025sýningu Leikfélags Hólmavíkur á 39 þrep.

Þjóðleikhúsið óskar Leikfélagi Hólmavíkur til hamingju og býður leikfélaginu að koma og sýna 39 Þrep íÞjóðleikhússins í lok maí. Miðasala verður auglýst síðar.

 

 

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími