Þjóðleikhúsið í Berlín
Starfsmannahópur Þjóðleikhússins hefur varið síðustu vikunni í Berlín. Þar hefur hópurinn heimsótt þrjú helstu helstu leikhús borgarinnar, sem jafnframt eru í hópi virtustu leikhúsa heims. Starfsfólk Berliner Ensemble, Deautches Theater og Schaubuhne tók á móti hópnum og átti fundi og samtöl með Þjóðleikhúsfólki. Jafnframt sótti hópurinn ótal ólíkar sýningar í borginni en þessa dagana stendur yfir leiklistarhátíðin TeaterTreffen. Þessa dagana eru einmitt sýningar í gangi í hinu virta Berliner Ensemble á leikriti Marius Von Mayenburg sem var heimsfrumsýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum. Sýningin hlaut lof og sópaði til sín Grímuverðlaunum – meðal annars sem sýning ársins.
Um 150 manns frá Þjóðleikhúsinu vörðu þessum dögum saman í leikhúsborginni – en þetta er í annað sinn sem allt leikhúsið fer saman í endurmenntunarferð út fyrir landssteinana en markmiðið er að sækja nýja strauma og styrkja tengingar leikhússins við það besta sem er að gerast í leiklist á erlendum vettvangi. Að lokinni þéttri leikhúsdagskrá vikunnar var haldin vel heppnuð árshátíð. þar sem gleðin var við völd.