Leikrit Hrafnhildar og Tyrfings kynnt í Berlín
Á miðvikudag var fjölsóttur viðburður í Sendiráði Norðurlandanna í Berlín þar sem leikskáldin Tyrfingur Tyrfingsson og Hrafnhildur Hagalín voru kynnt fyrir stjórnendum þýskra leikhúsa. Flutt voru brot út tveimur verkum höfundanna í flutningi frábærra þýskra leikara. Annars vegar var flutt brot úr Heim eftir Hrafnhildi sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á liðnum vetri og hins vegar brot úr Rými fyrir ást eftir Tyrfing en það er nýjasta verk hans – sem hann skrifaði fyrir Þjóðleikhúsið og verður frumsýnt á árinu 2026. Verkunum var vel tekið og umræður að loknum leiklestrunum voru fjörlegar. Sviðslistamiðstöð Íslands skipulagði viðburðinn með stuðningi Íslandsstofu og Íslenska sendiráðsins í Berlín.