/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Örn Árnason

Leikari
/

Örn Árnason lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982. Hann er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið en var um árabil sjálfstætt starfandi sem leikari, framleiðandi, leikstjóri og höfundur. Í vetur leikur hann í Þjóðleikhúsinu í Jólaboðinu og Frosti og hefur umsjón með aðventustundum Þjóðleikhússins í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkur. Hann lék hér nýlega í Sem á himni, Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Nashyrningunum og einleik sínum Sjitt, ég er sextugur. Örn hefur talsett fjölda teiknimynda og unnið við sjónvarpsþáttagerð. Má þar nefna þættina um Afa, Imbakassann og Spaugstofuna. Hann var meðal höfunda og leikara í verkinu Harry og Heimir, sem byrjaði sem útvarpsþættir, varð leiksýning og loks kvikmynd.

 

Meira um feril:

Í Þjóðleikhúsinu hefur Örn leikið fjölmörg eftirminnileg hlutverk eins og Lilla í Dýrunum í Hálsaskógi, Jónatan, Jesper og Kasper í Kardemommubænum, Max í Hallæristenórnum, Leikarann í Gamansama harmleiknum og Geir Vídalín í Gleðispilinu. Hann lék Bangsapabba í Dýrunum í Hálsaskógi og ýmis hlutverk í Klaufum og kóngsdætrum.

Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Shakespeare verður ástfanginn, Útsending, Ronja ræningjadóttir, Slá í gegn, afmælissýning Spaugstofunnar Yfir til þín – Spaugstofan 2015 (þar sem hann lék og var einn handritshöfunda), Umhverfis jörðina á 80 dögum, Óvitar, Spamalot, Dýrin í Hálsaskógi, Tveggja þjónn, Ballið á Bessastöðum og Bjart með köflum.

Meðal annara verkefna var Harry og Heimir í Borgarleikhúsinu sem hann samdi og lék í ásamt Sigurði Sigurjónssyni og Karli Ágústi Úlfssyni.

Örn hefur talsett fjölda teiknimynda bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús og var einn stofnenda talsetningarfyrirtækisins Hljóðsetning.

Örn hefur unnið við sjónvarpsþáttagerð um margra ára skeið og má þar nefna þættina um Afa, Imbakassann og Spaugstofuna.

Örn gaf út plötuna Afi á sjóræningjaslóðum fyrir nokkrum árum og hefur sungið inn á nokkrar hljómplötur.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími