
Nýtt eldhús eftir máli
Hjónabandið, karlmennskan og tilveran öll
Daníel er heltekinn af því að koma sér upp nýrri eldhúsinnréttingu. Það er reyndar ekkert að gömlu innréttingunni, hún er bara ljót. Það er hins vegar ekki tekið út með sældinni að innrétta hið fullkomna eldhús. Ekki síst þegar maður er sífellt truflaður af kynórum um starfsfólk innréttingabúða og tíðum frammíköllum búsáhaldanna. Það hangir líka meira á spýtunni: hjónabandið, karlmennskan og tilveran öll. Nýtt eldhús eftir máli er gáskafullur könnunarleiðangur um íslenskan hversdagsleika.
Sýn Friðgeirs á hversdagsleikann er í senn næm, nöpur og hlægileg. Þetta sjáum við í skáldsögum hans og fjöldanum öllum af sviðslistaverkum sem hann hefur skapað, bæði með leikhópnum Kriðpleiri og upp á eigin spýtur. Hann hefur fyrir löngu sannað sig sem einn fremsti sviðslistamaður sinnar kynslóðar með sýningum á borð við Club Romantica, þótt aðferðirnar séu ekki alltaf eins og leikhúsgestir eiga að venjast, enda mörkin milli persónu og leikanda ekki alltaf skýr. Á Gula dreglinum skrifar hann fyrir leikhóp Þjóðleikhússins í fyrsta sinn.

Leikarar
Listrænir stjórnendur
Guli dregillinn
Guli dregillinn er eitt af þeim verkefnum sem hleypt er af stokkunum í tilefni af 75 ára afmæli Þjóðleikhússins. Þrjú glæný og spennandi leikrit verða frumflutt af stjörnuteymi leikara við hátíðlegt tilefni.
Um hátíðina