Geim-mér-ei
Á fleygiferð um sólkerfið
Vala er forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Og viti menn! Vala kemur geimskipinu á loft og leggur upp í ævintýralegt ferðalag um sólkerfið. Þar kynnist hún geimverunni Fúmm og þrátt fyrir að þau séu í fyrstu smeyk hvort við annað myndast með þeim dýrmæt vinátta. Geim-mér-ei er heillandi og skemmtileg brúðusýning um ævintýraþrá, áræðni og vináttu.
Tilvalin fyrsta leikhúsupplifun!
Sýningin er flutt án orða með lifandi tónlist og hentar því börnum með ólík móðurmál.
Aldursviðmið: 2ja ára og eldri.
Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
– Leiklistarráði.