10. Jún. 2021

Vertu úlfur ótvíræður sigurvegari Grímunnar

Fékk sjö tilnefningar og hlaut verðlaun fyrir þær allar. Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikmynd ársins, lýsing ársins og hljóðmynd ársins

Grímuverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Þjóðleikhúsið hlaut alls 10 grímur og sýningin Vertu úlfur var ótvíræður sigurvegari kvöldsins með 7 grímur. Sýningin hefur heldur betur snert streng í brjóstum leikhúsgesta og margir sem bíða í ofvæni eftir því að hún hefji göngu sína á nýjan leik í hausti. Vertu úlfur fékk Grímuverðlaun sem sýning ársins, leikrit ársins, leikstjórn ársins, sem var í höndum Unnar Aspar, leikara ársins í aðalhlutverki, Björn Thors, leikmynd sem Elín Hansdóttir hannaði, lýsingu sem var í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar og Halldórs Arnar Óskarssonar og fyrir hljóðmynd Elvars Geirs Sævarssonar og Valgeirs Sigurðssonar.
Auk þess fékk Þórhallur Sigurðsson Heiðursverðlaun Grímunnar í ár en hann hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í ríflega hálfa öld.

Auk þess var Kafbátur valin barnasýning ársins og Kjartan Darri Kristjánsson hlaut Grímu fyrir leik sinn í aukahlutverki í verkinu. Þá hlaut María Th. Ólafsdóttir Grímuverðlaun fyrir búninga í Kardemommubænum.

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður auðnaðist listafólki og starfsfólki Þjóðleikhússins að koma á svið eftirminnilegum sýningum sem hreyfðu við áhorfendum og nutu mikillar hylli. Vertu úlfur, Kafbátur og Kardemommubærinn verða allar á fjölunum á næsta leikári.

10. Jún. 2021

Vertu úlfur ótvíræður sigurvegari Grímunnar

Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikmynd ársins, lýsing ársins og hljóðmynd ársins

Grímuverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Þjóðleikhúsið hlaut alls 10 grímur og sýningin Vertu úlfur var ótvíræður sigurvegari kvöldsins með 7 grímur. Sýningin hefur heldur betur snert streng í brjóstum leikhúsgesta og margir sem bíða í ofvæni eftir því að hún hefji göngu sína á nýjan leik í hausti. Vertu úlfur fékk Grímuverðlaun sem sýning ársins, leikrit ársins, leikstjórn ársins, leikara ársins í aðalhlutverki, Björn Thors, leikmynd sem Elín Hansdóttir hannaði, lýsingu sem var í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar og Halldórs Arnar Óskarssonar og fyrir hljóðmynd Elvars Geirs Sævarssonar og Valgeirs Sigurðssonar.


Auk þess var Kafbátur valin barnasýning ársins og Kjartan Darri Kristjánsson hlaut Grímu fyrir leik sinn í aukahlutverki í verkinu. Þá hlaut María Th. Ólafsdóttir Grímuverðlaun fyrir búninga í Kardemommubænum.

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður auðnaðist listafólki og starfsfólki Þjóðleikhússins að koma á svið eftirminnilegum sýningum sem hreyfðu við áhorfendum og nutu mikillar hylli. Vertu úlfur, Kafbátur og Kardemommubærinn verða allar á fjölunum á næsta leikári.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími