Umræður eftir sýningu á Prinsinum
Laugardaginn 18. mars verður boðið upp á umræður með leikurum og listrænum stjórnendum eftir sýningu á Prinsinum eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson. Það hefur lengi verið til siðs að halda umræður eftir valdar sýningar í Þjóðleikhúsinu. Prinsinn var frumsýndur á Rifi og í kjölfarið var haldið með sýninguna í leikferð víða um land og leikara og listrænir stjórnendu hafa fundið fyrir því að verkið kalli á að efni þess sé rætt og krufið og óformlegar umræður sprottið upp í kjölfar sýninga með ýmsum leikhúsgestum víða um land. Nú verður efnt til formlegra umræðna næstkomandi laugardag.
Í verkinu kynnumst við manni á fertugsaldri sem bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn. Eftirvænting og kvíði takast á í huga hans, og atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann. Prinsinn er hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, byggt á sönnum atburðum, sem talar beint til okkar.
17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst? Er maður áreiðanlegt vitni í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt?
Prinsinn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi – sérstaklega ef maður vinnur í sjoppunni og er með lyklana!
Höfundar
María Reyndal, Kári Viðarsson
Leikstjóri
María Reyndal
Leikmynd
Guðný Hrund Sigurðardóttir, Egill Ingibergsson
Búningar
Guðný Hrund Sigurðardóttir
Tónlist
Úlfur Eldjárn
Hljóðhönnun
Úlfur Eldjárn, Ásta Jónína Arnardóttir
Lýsing
Jóhann Friðrik Ágústsson
Þjóðleikhúsið sýnir í samstarfi við Frystiklefann á Rifi.
Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði og Sóknaráætlun Vesturlands.
Tónlist í sýningunni er eftir Úlf Eldjárn, en einnig eru flutt brot úr lögum eftir aðra: Sumarsykur (Igore), Hjá þér (Sálin hans Jóns míns), Spenntur (Á móti sól), Ég er frjáls (Facon), Fingur (Írafár), Hef ekki augun af þér (Sóldögg), Skjóttu mig (Skítamórall).
Titillag sýningarinnar, Prinsinn, er eftir Úlf Eldjárn, Vigdís Hafliðadóttir syngur og er jafnframt höfundur texta.
Aðrir aðstandendur sýningar
Sýningarstjórn og umsjón
Jón Stefán Sigurðsson, Ásta Jónína Arnardóttir
Tæknistjórn
Ásta Jónína Arnardóttir
Aðstoð við sviðshreyfingar
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés
Aðstoð við handrit
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Aðstoð við dramatúrgíu
Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Hljóðdeild, yfirumsjón
Elvar Geir Sævarsson
Teymisstjóri leikmyndarframleiðslu
Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Smiðir
Michael John Bown, Arturs Zorģis, Haraldur Levi Jónsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Leikmunadeild, yfirumsjón
Trygve Jónas Eliassen, Mathilde Anne Morant
Leikmunadeild
Valur Hreggviðsson, Ásta S. Jónsdóttir
Búningadeild, yfirumjsón
Berglind Einarsdóttir
Búningadeild
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Geirþrúður Einarsdóttir, Ingveldur E. Breiðfjörð,