09. Jún. 2021

Tónlist í Rómeó og Júlíu

Auðunn Lúthersson hafði á síðustu mánuðum unnið ásamt fleiri tónlistarmönnum að tónlist fyrir sýninguna Rómeó og Júlíu sem er í þróun í leikhúsinu. Til stóð að hann tæki einnig þátt í flutningi tónlistarinnar í sýningunni.

Mánudaginn 7. júní tilkynnti Auðunn að hann myndi draga sig í hlé næstu mánuði og þar með lá fyrir að hann myndi ekki taka þátt í sýningunni Rómeó og Júlía. Dagana á undan höfðu stjórnendur leikhússins átt samtöl við hann og aðra í hópnum vegna umræðu á samfélagsmiðlum.

Sýningin Rómeó og Júlía er stór, viðamikil og enn í þróun. Nú er sumarleyfi í leikhúsunum og æfingar hefjast að nýju í ágúst. Í sýningunni verður fjölbreytt tónlist eftir ólíka listamenn en á þessum tímapunkti liggur ekki nákvæmlega fyrir hvaða tónlist verður notuð enda heldur þróun sýningarinnar áfram þegar æfingar hefjast að nýju.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími