08. Okt. 2023

Þjóðleikhúsið leitar að 8 – 11 ára stelpum til að leika Önnu og Elsu í stórsöngleiknum FROSTI

Í tengslum við sýninguna FROST sem frumsýnd verður í mars á Stóra sviði Þjóðleikhússins, stendur nú yfir leit að tveimur 8-11 ára stelpum (fæddum 2012-2015) til þess að fara með hlutverk Önnu yngri, og Elsu yngri. Hægt er að skila inn rafrænum leikprufum á vef leikhússins en síðasti dagur til að skila prufu er sunnudagurinn 15. október.

Forsala á stórsöngleikinn hófst í síðustu viku og ljóst er að það eru margir spenntir því nú þegar er orðið uppselt á ríflega tuttugu sýningar. Sagan um systurnar Önnu og Elsu sló rækilega í gegn þegar hún kom út sem kvikmynd árið 2013. Margar kynslóðir barna þekkja ævintýrið, sem byggir á sögunni um Snædrottninguna, út og inn. Það eru þær

Allar upplýsingar um prufurnar er að finna hér:
Nánar um leikprufur

Frost er sýnd í samstarfi við Vesturport, Det Norske Teatret í Osló, Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, Borgarleikhúsið í Helsinki og fleiri leikhús á Norðurlöndum. Sýnt með leyfi Disney Theatrical Productions.

Nánar um sýninguna


Vala Kristín Eiríksdóttir leikur Önnu og Hildur Vala Baldursdóttir leikur Elsu.

Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra Frost en sýningin verður sett upp á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Sýningin er samstarfsverkefni Vesturports og Det Norske Teatret í Osló, Þjóðleikhússins á Íslandi, Borgarleikhússins í Stokkhólmi og Borgarleikhússins í Helsinki. Tilkynnt verður um danskt leikhús innan tíðar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími