18. Okt. 2023

House of Revolution. Menning, beint í beinið!

Þjóðleikhúsið stendur fyrir dagskrá þar sem fram kemur listafólk úr minnihlutahópum og minnihlutasamfélögum á Íslandi en dagskrárstjórn og umsjón er í höndum R.E.C Arts Reykjavík. Fyrsta kvöldið verður nú á laugardag, en þá mun fjöldi listakfólks koma fram í Þjóðleikhúskjallaranum.
R.E.C. Arts Reykjavík stendur einnig reglulega fyrir vinnustofum í Þjóðleikhúskjallaranum sem eru öllum opnar í samstarfi við leikhúsið.

R.E.C. Arts Reykjavík var stofnað síðla árs 2021 af þeim Rebeccu Hidalgo, Evu Björk Yggdrasil og Chaiwe Sól Drífudóttir. Markmið þeirra er fyrst og fremst að auka sýnileika og þátttöku listafólks í minnihlutahópum í íslensku listalífi og berjast gegn birtingarmyndum af úreltum steríótýpum. Hópurinn hefur tekið að sér dagskrárstjórn og umsjón með fjórum kvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur þar sem listafólk úr minnihlutahópum verður í öndvegi.  

Fyrsta kvöld af fjórum verður 21. október þar sem boðið verður upp á Halloween þema
Hópurinn hefur staðið fyrir „gjörningaveislumum allnokkurt skeið en þar er lögð áhersla á að sýna gnægð fjölbreyttra atvinnulistamanna sem búa á Íslandi. Alls verður boðið upp á fjögur kvöld, það fyrsta 21. október en þar verður þemað allraheilagramessa, eða Halloween. Fjöldi listamanna kemur fram við það tækifæri. Þetta eru Mauricio Villavizar uppistandari, Anya Shaddock söngkona og lagahöfundur, Nemesis Van Cartier & Kora, sem sýna dans, Smokey Quartz draglistamaður, Dan Ro uppistandari,  StripLab Rvk sýnir stangardans og gjörninga auk þess sem hljómsveitin PARAGRAM mun koma fram. Táknmálstúlkun verður í boði öll kvöldin en þá þjónustu veita Hraðar Hendur.

KAUPA MIÐA

Endurspeglar hina ótal mörgu og fögru, óseðu króka og kima íslensks samfélags.
Kvöldunum hefur verið lýst sem menningakokteil sem endurspeglar hina ótal mörgu, fögru óseðu króka og kima íslensks samfélags og flóran er ríkuleg því boðið er upp á ýmis listform: lifandi tónlist, uppistand, dragsýningar, söngleik, slam-ljóð, danshópa, burlesque, spuna, söguflutningakeppni; allt er þetta flutt af listamönnum af minnihlutahópum og samfélögum (fólk af lit, LGBTQIA+, fatlað fólk, innflytjendur, flóttamenn osfrv.) 

Kynnar á þessum kvöldum verða þær Rebecca Hidalgo, Eva Yggdrasil og Chaiwe Sól Drífudóttir 

 

Open workshops on Saturdays in English 

Opnar vinnusmiðjur á laugardögum sem fara fram á ensku 

Beginning in September, R.E.C Arts Reykjavík will continue to host their free creative & educational community workshops in Kjallarinn. These will be hosted 3 Saturdays per month from 13-16, and open to those ages 18+ 

These workshops are the heart of R.E.C Arts, and are first and foremost a place for people of minority backgrounds & communities (People of Color, LGBTQIA+, Disabled, Immigrant, Refugee, etc) who wish to have their voices heard and share their stories. The workshops are also open to anyone and everyone who would like to respectfully participate. Workshops include storytelling, improvisation, movement, music, act creation, guided discussions and more. They are a place for both professional and aspiring artists to work on their crafts and exchange ideas, and a place for anyone regardless of background who would like to learn something new or need a community. 

The space and bathrooms are fully wheelchair accessible. Light snacks & refreshments are provided at every workshop.
 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími