12. Okt. 2023

Drag Syndrome í Þjóðleikhúskjallaranum. Breskur draghópur sem samanstendur af drottningum og kóngum með Downs heilkenni

Í tilefni af 20 ára afmæli Listar án landamæra mun draghópurinn Drag Syndrome heimsækja Ísland og koma fram í Þjóðleikhúskjallaranum. Drag Syndrome er breskur draghópur sem samanstendur af drottningum og kóngum með Downs heilkenni. Hópurinn eru rísandi stjörnur og taka heiminn með stormi um þessar mundir eins og glöggt má sjá á stórum fylgjendahópi þeirra á samfélagsmiðlum sem fer ört stækkandi. Þau hafa komið fram á ekki ómerkari viðburði en RuPauls´s Drag Con UK sem er mekka dragheimsins. Að auki hefur verið fjallað um þau á miðlum eins og BBC, NBC og The New York Times.

Drag Syndrome er draghópur eins og enginn annar. Drag snýst um umbreytingu og um tjáningarfrelsi en Drag Syndrome gengur skrefinu lengra. Í þjóðleikhúskjallarnum mun þetta stórkostlega hæfileikaríka listafólk ásamt góðum gestum víkka sjóndeildarhring okkar með sköpunargáfu sinni og afvopna áhorfendur áreynslulaust með djúpri ást sinni á lífinu.

Koma Drag Syndrome til landsins hefur gríðarlega mikla þýðingu bæði fyrir íslenskt listalíf hvað varðar listrænt gildi og inngildingu og ekki síður er snýr að jafnréttisbaráttu hinsegin fólks, fólks með fötlun, svo ekki sé talað um hvoru tveggja. Þau sýna það og sanna hvernig fjölbreytt flóra fólks getur ekki bara fótað sig í hvaða samfélagi sem er heldur einnig skarað fram úr á sama hátt og annað fólk og verið okkur öllum innblástur um bætt og betra samfélag.

Hópurinn mun bjóða upp á listamannaspjall frá klukkan 16.30 – 18.00 í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem hægt verður að spyrja listafólkið spjörunum úr og eiga gott og uppbyggilegt samtal um listir og inngildingu. Spjallið er ókeypis og opið öllum og ekki þarf að panta miða fyrirfram.

Fyrstir koma fyrstir fá. Takmörkuð sæti í boði.

KAUPA MIÐA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími