20. Maí. 2022

Þjóðleikhúsið í samstarf við Żeromski leikhúsið í Póllandi

Þjóðleikhúsið hefur nú formlega hafið samstarf við Stefan Żeromski leikhúsið í Kielce í Póllandi en það er meðal elstu leikhúsa Póllands og nýtur mikillar virðingar víða um heim.
Undanfarna daga hefur starfsfólk pólska leikhússins verið í heimsókn hér á landi og buðu þeir meðal annars upp á  leiklestur af bókinni Munaðarleysingjahælinu eftir úkraínska höfundinn Serhij Zadhan og var hún leiklesin á pólsku. Leiklesturinn markaði  upphafið að listrænu samstarfi Þjóðleikhússins og Stefan Żeromski leikhússins.

Samstarf leikhúsanna tveggja á næstu árum verður kynnt nánar bráðlega, en það mun fela í sér gestasýningar í báðum leikhúsum, gagnkvæmar heimsóknir og samstarf á sviði þekkingarmiðlunar og síðast en ekki síst þróun nýs leikverks sem skrifað verður um stöðu Pólverja sem búsettir eru á Íslandi.

Það hefur verið lærdómsríkt fyrir starfsfólk Þjóðleikhússins að bera saman bækur sínar við kollega sína í Póllandi og við hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs.


Frá sameiginlegri vinnustofu leikara


Stjórnendur báru saman bækur sínar


Flutningur pólsku leikaranna á Munaðarleysingjahælinu vakti mikla athygli


Gestirnir gáfu sér auðvitað tíma til þess að skjótast í skoðurnarferðir

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími