12. Maí. 2022

Lokahátíð Þjóðleiks

Síðastliðinn föstudag fór fram á Selfossi lokahátíð Þjóðleiks í leikhúsi þeirra Selfyssinga. Þar komu saman þeir leikhópar sem tóku þátt í Þjóðleik á suðurlandi þetta árið og sýndu afrakstur vinnu sinnar. Þangað mættu líka tvö af þeim leikskáldum sem voru fengin til að skrifa leikrit fyrir Þjóðleik á sínum tíma. Þetta voru þau Álfrún Helga  Örnólfsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson, en þau voru búin að bíða lengi eftir því að sjá verkin sín á sviði þar sem fresta þurfti Þjóðleik 2020-21 vegna covid. Hér má sjá leikskáldin með leikhópunum sem sýndu verkin þeirra.


Matthías Tryggvi Haraldsson ásamt leikhópi FSU.
Álfrún Helga Örnólfsdóttir ásamt leikhópnum Konráð úr Laugalandi í Holtum.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími