24. Maí. 2022

Útskriftarhópur LHÍ sýnir Hamlet

Útskriftarhópur leikaradeildar LHÍ sýnir Hamlet annað kvöld í Kassanum og alls eru sjö sýningar fyrirhugaðar á næstu dögum. Nú þegar eru fullt á þrjár sýningar!
Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir. Það kostar ekkert inn og öll eru velkomin en athugið að bóka þarf miða.

Hópurinn hefur á síðustu þremur árum sankað að sér þekkingu til að geta iðkað hæfileika sína að magna upp sammannlegar stundir. Af hugrekki og um leið mikilli auðmýkt ráðast þau á garðinn þar sem hann er hæstur. Þau bjóða ykkur, áhorfendur góðir, að taka þátt og tilheyra þar sem leiksýningin Hamlet eftir William Shakespeare er sett á svið. Leikgerðin er löguð að hópnum, þýðingin er gerð af Þórarni Eldjárn og hefur aldrei áður ratað á fjalir leikhússanna.“- Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar.

Við erum stolt af því að bjóða leikhúsgestum að sjá framtíðarstjörnur leikhússins!

Útskriftarnemendur leikarabrautar 2022:
    • Arnar Hauksson
    • Arnór Björnsson
    • Elín Sif Halldórsdóttir
    • Guðrún Kara Ingudóttir
    • Jökull Smári Jakobsson
    • Sigurður Ingvarsson
    • Starkaður Pétursson
    • Unnur Birna J. Backman
    • Vigdís Halla Birgisdóttir

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími