14. Jún. 2020

Þjóðleikhúsið hlaut flest Grímuverðlaun í ár

Atómstöðin atkvæðamest meðal annars valin leiksýning ársins.

Þjóðleikhúsið fékk alls 9 Grímur á verðlaunahátíð Sviðslistasambandssins í kvöld. Atómstöðin hlaut flestar Grímur eða alls fjórar þar á meðal fyrir leiksýningu ársins en einnig hlutu þær Una Þorleifsdóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir verðlaun sem leikstjóri ársins og leikkona ársins í aðalhlutverki og Ólafur Ágúst Stefánsson, ljósahönnuður, fékk Grímuverðlaun fyrir lýsingu.
Finnur Arnar fékk Grímuverðlaun fyrir leikmynd ársins í Englinum. Dansverkið EYÐUR sem Marmarabörn settu upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið fékk Grímuverðlaun fyrir búninga, tónlist og dans- og sviðshreyfingar. Brúðkaup Fígarós sem var samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins hreppti ein Grímuverðlaun, en Karin Torbjörnsdóttir fékk verðlaun sem söngvari ársins.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími