22. Apr. 2022

Þjóðleikhúsið frumsýnir Prinsinn í Frystiklefanum á Rifi

Miðvikudaginn 27. apríl frumsýnir Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Frystiklefann á Rifi, nýtt íslenskt leikrit, Prinsinn, eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson, byggt á sönnum atburðum. Verkið er byggt á reynslu Kára sem horfðist í augu við það sautján ára gamall að eiga von á barni. En hversu áreiðanlegt vitni er maður í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt? María Reyndal leikstýrir verkinu, en auk Kára leika þau Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Sólveig Guðmundsdóttir og Birna Pétursdóttir í sýningunni. Frumsýnt verður á Rifi og í framhaldinu verður sýnt víða um land.


Prinsinn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi – sérstaklega ef maður vinnur í sjoppunni og er með lyklana! 

Í verkinu kynnumst við manni á fertugsaldri sem bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn. Eftirvænting og kvíði takast á í huga hans, og atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann: 17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst?  

Hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, sem talar beint til okkar. 

Leikferð um landið 

Alls verður Prinsinn sýndur á sjö stöðum víðs vegar um landið áður en sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu í haust. Miðasala er í fullum gangi á leikhusid.is. 

27. apríl: Rif, Frystiklefinn
28. apríl: Rif, Frystiklefinn
29. apríl: Rif, Frystiklefinn
3. maí: Ísafjörður, Edinborgarhúsið
12. maí: Borgarnes, Hjálmaklettur
13. maí: Reykjanes, Hljómahöll
17. maí : Akureyri, Hof
18.
maí : Akureyri, Hof
19. maí : Egilsstaðir, Valaskjálf

Höfundar 

María Reyndal og Kári Viðarsson 

Leikstjóri 

María Reyndal 

Leikmynd 

Guðný Hrund Sigurðardóttir og Egill Ingibergsson 

Búningar 

Guðný Hrund Sigurðardóttir 

Tónlist 

Úlfur Eldjárn 

Hljóðhönnun 

Úlfur Eldjárn 

Ásta Jónína Arnardóttir 

Lýsing 

Jóhann Friðrik Ágústsson 


Nánar / Kaupa miða

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími