05. Apr. 2022

Ásmundur Karlsson ljósameistari jarðsunginn

Ásmundur Karlsson, fyrrum ljósameistari í Þjóðleikhúsinu, verður borinn til grafar 7. apríl.

Ásmundur kom fyrst til starfa við Þjóðleikhúsið árið 1962 og var fastráðinn ljósamaður hér frá árinu 1966 til starfsloka, að undanskildum árunum 1974-1977 þegar hann starfaði við ljósadeildina í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hann sótti námskeið í ljósahönnun í Stokkhólmi 1978. Ásmundur hannaði lýsingu fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu og var um nokkurra ára skeið ljósameistari á Litla sviðinu og Smíðaverkstæðinu.

Meðal verkefna hans hér eru Stundarfriður, Græna landið, Abel Snorko býr einn, Fedra, Vér morðingjar, Ástkonur Picassos, Já, hamingjan, Vilji Emmu, Viktoría og Georg, Rakstur, Kæra Jelena, Dýrin í Hálsaskógi, Kjaftagangur, Skilaboðaskjóðan, Dóttir Lúsifers, Sannar sögur af sálarlífi systra, Oleanna, Sannur karlmaður, Í hvítu myrkri, Krabbasvalirnar, Kaffi, Maður í mislitum sokkum og Með fulla vasa af grjóti.

Þjóðleikhúsið þakkar Ásmundi samfylgdina í gegnum tíðina og sendir fjölskyldu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími