06. Apr. 2022

Frumsýning á Sjö ævintýrum um skömm

Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáld, Börkur Jónsson, leikmyndahöfundur, Stefán Jónsson, leikstjóri og Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, á frumsýningu.

Föstudaginn 1. apríl síðastliðinn frumsýndi Þjóðleikhúsið á Stóra sviðinu Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson. Þetta er fyrsta leikrit sem Tyrfingur skrifar fyrir Þjóðleikhúsið en hann hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis. Þetta nýja leikrit Tyrfings er sjöunda verk hans sem er sviðsett í íslensku leikhúsi. Frábær leikarahópur undir stjórn Stefáns Jónssonar leikstjóra segir söguna af makalausu ferðalagi skammarinnar á milli kynslóða þar sem kanamellur, lögreglan og hundurinn Lúkas koma meðal annars við sögu.

Kópavogsbúinn Tyrfingur Tyrfingsson hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis fyrir leikrit sín. Þetta er fyrsta verkið sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir Tyrfing og jafnframt hans fyrsta leikrit á stóru sviði. Verkinu var frábærlega tekið og gestir risu úr sætum þegar tjaldið féll.

Kanamellur, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, drykkfelldur geðlæknir og fleiri kostulegir karakterar koma við sögu í þessu ósvífna en farsakennda ævintýri, sem byggt er á sönnum atburðum.  Verkið hefst þegar Agla, leikin af Ilmi Kristjánsdóttur, ryðst inn á stofu geðlæknis og krefst þess að hann skrifi upp á lyf sem nái að svæfa hana í þrjá sólarhringa. Geðlæknirinn vill ekki verða við þessari ósk Öglu en segir henni hinsvegar frá kenningu sinni um að sjö ævintýri um skömm liggi að baki allri geðveiki. Agla neyðist til að rekja sig í gegnum þessi ævintýri sem stjórna lífi hennar ef hún vill eiga einhvern möguleika á bata. 

Kópavogsbúinn og ólíkindatólið Tyrfingur Tyrfingsson hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis. Þetta nýja leikrit Tyrfings er sjöunda verk hans sem er sviðsett í íslensku leikhúsi, en hið fyrsta sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. 

„Það sem heillar mig einna mest við leikhúsið er líkamlegur háski. Leikritið lýtur nefnilega alveg sömu lögmálum og sirkus. Það þarf fílinn sem þrammar inn á hringsviðið – hið stórfenglega dýr sem búið er að temja. Svo þarf arabísku stóðhestana af því að þarna verður líka að vera fegurð, þokki. Síðan trúðinn til að halda uppi fjörinu. En loks þurfum við, og það er mikilvægast af öllu, sjálfan línudansarann. Það er í rauninni hægt að sleppa öllu hinu en það er aldrei hægt að sleppa línudansaranum. Það verður einhver að færa fórn. Án háska er leiksýningin dauðadæmd. Hrapar hann eða ekki? Það skapar þessa frumstæðu spennu – þess vegna kom gesturinn í leikhúsið.“ 
 
Úr viðtali við Tyrfing
Lesa viðtalið

Leikarahópurinn er glæsilegur: Ilmur Kristjánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og Vincent Kári van der Valk. Stefán Jónsson leikstýrir.  

Nánar um sýninguna

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími