02. Feb. 2020

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leiðandi listamönnum til að skipa listrænt teymi leikhússins

Í sjötíu ár hefur Þjóðleikhúsið laðað landsmenn til sín og skapað óteljandi ógleymanlega töfra. Nú stendur leikhúsið á spennandi tímamótum undir nýrri forystu.  Til að efla leikhúsið, skerpa á listrænni sýn og stöðu, auglýsir Þjóðleikhúsið eftir öflugum listrænum stjórnendum til að skipa nýtt listrænt teymi sem leiðir listrænt starf leikhússins ásamt leikhússtjóra.  Hlutverk teymis fastráðinna listrænna stjórnenda er að taka þátt í að móta listræna stefnu leikhússins með þjóðleikhússtjóra og styðja við hana, auk stefnumótunar fyrir leikhúsið almennt. Allir verða þeir virkir í listrænni sköpun í leikhúsinu ásamt öðrum listamönnum hússins.

Listrænn ráðunautur

Þjóðleikhúsið auglýsir stöðu listræns ráðunautar við leikhúsið. Listrænn ráðunautur er þjóðleikhússtjóra til ráðgjafar og liðsinnis við verkefnaval, stefnumótun og listrænan stuðning verkefna. Listrænn ráðunautur stýrir höfundastarfi hússins, leiðbeinir og styður við leikskáld sem vinna við húsið. Listrænn ráðunautur verður staðgengill þjóðleikhússtjóra. Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur má nálgast hér

Fastráðinn leikstjóri

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikstjóra í fullt starf. Fastráðinn leikstjóri mun leikstýra verkefnum við húsið og sinna öðrum verkefnum á sviði listrænnar stjórnar og sköpunar, í samráði við og samkvæmt ákvörðun leikhússtjóra. Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur má nálgast hér.

Fastráðinn leikmyndahönnuður

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikmyndahönnuði í fullt starf. Fastráðinn leikmyndahönnuður mun hanna leikmyndir við húsið og sinna öðrum verkefnum á sviði listrænnar stjórnar og sköpunar, í samráði við og samkvæmt ákvörðun leikhússtjóra. Viðkomandi mun einnig huga að ásýnd og útliti leikhússins, þróun á aðstöðu og nýtingu rýma hússins. Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur má nálgast hér.

Yfirljósahönnuður

Þjóðleikhúsið auglýsir stöðu yfirljósahönnuðar sem mun vera leiðandi ljósahönnuður við húsið, sinna þjálfun og stuðningi við aðra hönnuði og sinna öðrum verkefnum á sviði listrænnar stjórnar og sköpunar, í samráði við og samkvæmt ákvörðun leikhússtjóra. Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur má nálgast hér.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími