24. Feb. 2020

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikritum fyrir börn

Þjóðleikhúsið vill efla starfsemi leikhússins í þágu barna og hvetja til ritunar nýrra, íslenskra barnaleikrita. Leikhúsið auglýsir því eftir nýjum leikritum fyrir börn, annars vegar fyrir Stóra sviðið og hins vegar fyrir Kassann eða Kúluna.

 

 

Höfundarlaun verða greidd samkvæmt samningi Þjóðleikhússins við Rithöfundasamband Íslands, en hlutfallsgreiðsla verður greidd vegna styttri verka.

Óskað er eftir handritum í fullri lengd eða vel útfærðum hugmyndum að leikritum, með sýnishorni af leiktexta. Stutt lýsing á verkinu, 1-2 bls., skal fylgja, þar sem fram kemur persónufjöldi, atburðarás og ætlunarverk höfundar. Einnig skal fylgja stutt ferilskrá höfundar.

Leikrit og hugmyndir að leikverkum skulu sendar á netfangið leikritun@leikhusid.is merktar „Leikrit fyrir börn“. Umsóknarfrestur er til og með mán. 23. mars 2020.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími