15. Jan. 2020

Marmarabörn frumsýna Eyður

Heillandi og húmorískt sviðsverk á Stóra sviðinu

Sviðslistahópurinn Marmarabörn frumsýndi í gærkvöldi leiksýninguna Eyður á Stóra sviðinu við frábærar undirtektir gesta.

Marmarabörn (Marble Crowd) skapa myndræn sviðsverk þar sem hópurinn gerir atrennur að mögulegum og ómögulegum verkefnum. Eyður er önnur sýning þeirra í samstarfi við Þjóðleikhúsið en fyrri sýningin, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópska tímaritsins Tanz 2017 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2019 í flokknum danshöfundur ársins.

Höfundar og flytjendur eru Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson og Védís Kjartansdóttir.

Einungis verða tvær sýningar á verkinu að þessu sinni, og því um að gera að tryggja sér miða hér .

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími