10. Jan. 2020

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfs­verkefnum

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra leikárið 2020-2021, í samræmi við 6. grein laga um sviðslistir, 2019, en þar segir:

„Þjóðleikhúsið skal kosta kapps um samstarf við stofnanir, félög og aðra sem sinna sviðslistum með listrænan ávinning og fjölbreytni að markmiði. Leikhúsið auglýsir eftir samstarfsaðilum ár hvert og gerir formlega samstarfssamninga berist umsókn um samstarf sem er til þess fallið að ná markmiðum ákvæðisins.“

Þjóðleikhúsið vill gjarnan efna til frjós og skapandi samstarfs í þeim tilgangi að efla sviðslistir í landinu.

Með umsókn skal senda greinargóða lýsingu á verkefninu, markmiðum verkefnisins, ásamt lista yfir listafólk sem kemur að verkefninu og aðra þátttakendur. Fjárhagsáætlun skal fylgja með umsókn. Leikhúsið kallar einnig eftir hugmyndum og óskum um samstarf af öðru tagi. Leikhúsið kann að óska eftir frekari upplýsingum og/eða samtali um verkefnin.

Umsóknir berist Þjóðleikhúsinu með tölvupósti merktum „Samstarfsverkefni” á netfangið melkorka@leikhusid.is fyrir mánudaginn 3. febrúar 2020.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími