29. Des. 2021

Öllu sýningarhaldi frestað til 12. janúar

Í ljósi þess að faraldurinn breiðist nú út á ógnarhraða hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum sýningum Þjóðleikhússins til a.m.k. 12. janúar.

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður um heim allan, þá blómstraði Þjóðleikhúsið á árinu, ótal kraftmiklar sýningar birtust á fjölunum og aðsókn var gríðargóð í hvert skipti sem sýningarhald var heimilað. Vonandi færir nýja árið okkur betri aðstæður til að hittast í leikhúsinu, upplifa og hrífast saman.

Nánari upplýsingar hér að neðan til þeirra sem eiga miða á sýningar á þessu tímabili:

Jólaboðið og Lára og Ljónsi
Miðar gilda á sýningar í nóvember og desember á næsta ári. Ef einhverjir vilja frekar að aðrar ráðstafanir séu gerðar, eru þeir beðnir um að hafa samband við miðasölu sem mun aðstoða gesti eftir fremsta megni.

Kardemommubærinn, Vertu úlfur og Ásta
Sýningar hefjast þegar aðstæður leyfa og nýir miðar verða sendir út um leið og mögulegt er.

Sími miðasölu er 551 1200 en einnig er hægt að senda póst á midasala@leikhusid.is eða spjalla við okkur í gegnum Messanger á opnunartímum hússins.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími