12. Sep. 2025

Stórsýningin Lína Langsokkur frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins

Þann 13. september frumsýnir Þjóðleikhúsið Línu Langsokk á Stóra sviðinu. Sýningin verður heilmikið sjónarspil þar sem fjöldi leikara, börn og brúður munu færa leikhúsgestum söguna af Línu en nú eru rétt áttatíu ár frá því að hún kom fyrst fyrir sjónir í bók Astrid Lindgren. Þegar er orðið uppselt á 50 sýningar en aukasýningar koma reglulega í sölu.

Þekkir þú hana Sigurlínu Rúllugardínu Nýlendínu Krúsímundu Efraímsdóttur Langsokk? Það er hún sem er með hest á veröndinni hjá sér, apa á öxlinni og bakar pönnukökur í matinn! Hún býr ein á Sjónarhóli, á fulla tösku af sjóræningjapeningum og neitar að læra fargnöldrunartöfluna! Hún á ekki vandræðum með að leika á Glám og Glúm, dansar við frú Prússólín og tekur Adolf sterka í bóndabeygju! Já, allir elska hana Línu Langsokk! Uppátæki hennar eru engu lík!

Kaupa miða

 

80 ára afmælisbarnið ber aldurinn vel

Lína Langsokkur er meðal ástsælustu barnabóka hins vestræna heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal barna á Íslandi. Enda er Lína óborganlega skemmtileg og uppátækjasöm en sagan er einnig mannleg og falleg. Lína Langsokkur þykir frábær fyrirmynd – en nú eftir rúma viku verður því fagnað víða um heim að 80 ár eru liðin síðan þessi ástsæla persóna Astrid Lindgren leit dagsins ljós.

Lesa leikskrá

 

Birta Sólveig bætist í hóp Línanna

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands í fyrra og lauk áður diplómanámi í söng við Complete Vocal Institute í Danmörku. Hún þreytti frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum Stormi og lék Auði í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Birta hefur einnig tekið við hlutverkum í sýningunum Yermu og Frosti fyrr í vetur.

Sýningin verður gríðarlegt sjónarspil

Sýningin um Línu Langsokk verður heljarinnar sjónarspil sem mun henta breiðum aldurshópi. Agnes Wild er leikstjóri sýningarinnar en hún hefur vakið mikla athygli fyrir frábærar barnasýningar. Karl Olgeirsson er tónlistarstjóri en skemmst er að minnast einstakra útsetninga hans á lögunum í Kardemommubænum. Reynsluboltinn Finnur Arnar hannar leikmynd, Eva Björg Harðardóttir er búningahöfundur og Elma Rún Kristinsdóttir er danshöfundur, brúðumeistari er Bernd Ogrodnik. Lýsingu hanna Ásta Jónína Arnardóttir og Björn Bergsteinn Guðmundsson og hljóðhönnun er í höndum Brett Smith og Þóroddar Ingvarssonar. Þórarinn Eldjárn er þýðandi verksins.

Nú styttist í að leikhúsgestir geti kíkt í heimsókn á Sjónarhól.

Nánar um sýninguna

Leikhópur:

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir: Lína

Jakob van Oosterhout: Tommi

Selma Rán Lima: Anna

Atli Rafn Sigurðarson: Langsokkur skipstjóri

Kristinn Óli S. Haraldsson: Klængur lögregluþjónn

Almar Blær Sigurjónsson: Hængur lögregluþjónn

Ebba Katrín Finnsdóttir: Frú Prússólín, forvígismaður í barnaverndarnefndinni

Ilmur Kristjánsdóttir: Frú Prússólín, forvígismaður í barnaverndarnefndinni

Eygló Hilmarsdóttir: Kennslukona

Kjartan Darri Kristjánsson: Glúmur þjófur / sjóræningi

Oddur Júlíusson: Glámur þjófur / sjóræningi

Nick Candy: Adolf sterki / herra Níels (brúðustjórnun) / sjóræningi / hestur Línu (brúðustjórnun)

Ólafía Hrönn Jónsdóttir: Frú Grenjstað

Pálmi Gestson: Umboðsmaður Adolfs sterka

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir: Mamma Önnu og Tomma

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir: : Mamma Önnu og Tomma

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími