06. Mar. 2024

Stórsöngleikurinn Frost frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins

Laugardaginn 2. mars frumsýndi Þjóðleikhúsið störsöngleikinn Frost á Stóra sviðinu. Nú þegar er orðið uppselt á um 40 sýningar. Sýningin býður upp á stórbrotin tónlistaratriði og bráðskemmtilegar persónur þar sem þekkt og vinsæl lög hljóma í bland við fjölmörg ný lög sem eru samin sérstaklega fyrir söngleikinn.

KAUPA

Gísli Örn Garðarsson sýnir verkið á öllum Norðurlöndunum
Þá er er loksins komið að því. Söngleikurinn Frost verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. mars kl. 19.00. Söngleikurinn er byggður á hinni ástsælu Disneyteiknimynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar.

Þetta hrífandi ævintýri birtist okkur nú í nýrri uppfærslu Gísla Arnar, þar sem einstakt vald hans á töfrum leikhússins nýtur sín til fulls, líkt og í geysivinsælum sýningum hans á borð við Í hjarta Hróa hattar og Rómeó og Júlíu. Sagan er innblásin af Snædrottningunni eftir sagnameistarann H.C. Andersen, og á þannig uppruna sinn á Norðurlöndum, en Gísli Örn mun setja sýninguna upp víða um Norðurlönd.

Hildur Vala og Vala Kristín eru Elsa og Anna
Það eru þær Hildur Vala Baldursdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir sem fara með hlutverk systranna Elsu og Önnu. Guðjón Davíð Karlsson fer með hlutverk snjókarlsins Ólafs en alls taka þátt í sýningunni sautján leikarar, tólf börn og níu manna hljómsveit. Frost er spennandi, fyndin og falleg saga um sterkar, ungar konur sem þurfa að takast á við ill örlög.

Börnin í sýningunni
Alls verða það tólf börn sem munu fara með hlutverk í sýningunni. Eftir áheyrnarprufur voru fjórar ungar stúlkar valdar til þess að skipta með sér hlutverkum systranna yngri. Þetta eru þær Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Emma Máney Emilsdóttir, Jósefína Dickow Helgadóttir og Nína Sólrún Tamimi.

Höfundar og listrænir stjórnendur

Tónlist og söngtextar
Kristen Anderson-Lopez, Robert Lopez

Handrit
Jennifer Lee

Leikstjórn
Gísli Örn Garðarsson

Þýðing
Bragi Valdimar Skúlason

Tónlistarstjórn
Andri Ólafsson, Birgir Þórisson

Leikmynd
Börkur Jónsson

Búningar
Christina Lovery

Lýsing
Torkel Skjærven

Dans og sviðshreyfingar
Chantelle Carey

Hljóðhönnun
Þóroddur Ingvarsson, Brett Smith

Leikarar

Vala Kristín Eiríksdóttir
Hildur Vala Baldursdóttir
Guðjón Davíð Karlsson
Almar Blær Sigurjónsson
Kjartan Darri Kristjánsson
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés
Viktoría Sigurðardóttir
Atli Rafn Sigurðarson
Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Bjarni Snæbjörnsson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Sigurbjartur Sturla Atlason
Ebba Katrín Finnsdóttir
María Thelma Smáradóttir
Örn Árnason
Edda Arnljótsdóttir
Aron Gauti Kristinsson

Hljómsveit

Hljómsveitarstjórar: Andri Ólafsson og Birgis Þórisson

Andri Ólafsson: Rafbassi og kontrabassi
Birgir Þórisson: hljómborð
Björg Brjánsdóttir: flautur og fagott
Haukur Gröndal:klarinett, saxofónn og flauta
Rögnvaldur Borgþórsson: gítar
Sigrún Harðardóttir: fiðla og víóla
Snorri Sigurðarson: Trompet og flugelhorn
Sólrún Mjöll Kjartansdóttir:  trommur og slagverk
Þórdís Gerður Jónsdóttir: Selló

Börn

Iðunn Eldey Stefánsdóttir
Emma Máney Emilsdóttir
Jósefína Dickow Helgadóttir
Nína Sólrún Tamimi
Árni Gunnar Magnússon
Garðar Sigur Gíslason
Halla Björk Guðjónsdóttir
Kormákur Erlendsson
Sindri Gunnarsson
Adriana Alba Pétursdóttir
Andrea Ísold Jóhannsdóttir

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími