31. Maí. 2021

Sögulegur stofnanasamningur undirritaður vegna leikara og dansara við Þjóðleikhúsið

Í fyrsta skipti í sögu stofnanaleikhúsa á Íslandi hafa laun og réttindi dansara verið jöfnuð á við laun og réttindi leikara. Þetta er mikið og stórt framfaraskref í átt til aukins jafnréttis og þar með hefur margra ára baráttumáli Félags íslenskra leikara og Leikarafélags Íslands nú verið siglt í höfn með nýjum stjórnendum Þjóðleikhússins.

Nýr samningur er framfarasamningur þar sem búið er að aðlaga samninginn að nútímastarfsumhverfi og metnaðarfullum áformum um enn öflugra og opnara Þjóðleikhús til framtíðar. Opnað er fyrir nýjar vinnuaðferðir, aukinn sveigjanleika, aukið samstarf og frumkvæði starfsfólks í húsinu.

Samningurinn var unninn í góðri samvinnu Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks, Leikarafélags Íslands og Þjóðleikhússins.

Á myndinni eru meðlimir samstarfsnefndar, Arnmundur Ernst Backman Björnsson, Steinunn Þórhallsdóttir, Hrafnhildur Theódórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Birna Hafstein, Magnús Geir Þórðarson og Tinna Lind Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Eddu Arnljótsdóttur, sem einnig tók þátt í starfinu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími