30. Sep. 2022

Ragnar Arnalds leikskáld jarðsunginn

Ragnar Arnalds leikskáld, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag kl. 16. Þjóðleikhúsið sendir fjölskyldu og vinum Ragnars innilegar samúðarkveðjur.

Þjóðleikhúsið sýndi þrjú leikrit eftir Ragnar Arnalds, tvö í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, Uppreisn á Ísafirði (1986) og Landkrabbann (2000), og eitt í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar, Solveigu (1998). Leikrit Ragnars voru sýnd víðar, t.a.m. Sveitasinfónía, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu 1987. Hann skrifaði einnig þrjár sögulegar skáldsögur, auk þess sem hann gaf út æviminningar sínar í tveimur bindum.

Mynd úr leiksýningunni Landkrabbanum.

 

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími