17. Mar. 2023

Rafrænar prufur fyrir menntaða leikara 2023

Þriðja árið í röð býður Þjóðleikhúsið menntuðum leikurum að senda inn umsóknir og upptökur (rafrænar prufur). Prufurnar eru hugsaðar vegna verkefna á leikárinu 2023-2024. Leikarar af öllum kynjum og ólíkum uppruna eru hvattir til að senda inn prufur. 

Skráning á umsóknum og innsending á prufugögnum fer fram í gegnum skráningarform á vefsíðu leikhússins. Senda skal inn gögn skv. nánari leiðbeiningum á vefnum, þ.e. upplýsingar um feril, ljósmynd og stutt myndband. Öllum umsóknum verður svarað, en ekki verða allir boðaðir í framhaldsprufur. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. mars. 

SENDA UMSÓKN

Þeir sem sendu inn prufur í fyrra og óskuðu eftir því að leikhúsið varðveitti prufurnar áfram, þurfa ekki að senda inn nýjar prufur enda eru hinar fyrri enn fullgildar. 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími