03. Okt. 2022

Námskeið um Þjóðleikhúsið hjá EHÍ

Þjóðleikhúsið og Endurmenntun HÍ standa fyrir skemmtilegu námskeiði um Þjóðleikhúsið sjálft, undir yfirskriftinni Þjóðleikhúsið – byggingin, lífið og listin í leikhúsinu. Námskeiðið verður haldið í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 10. okt. kl. 20:00 – 22:00. Skráning hjá Endurmenntun HÍ.

Baksviðs Magnús Geir Elísa Sif

Um er að ræða skemmtilegt og fræðandi námskeið um Þjóðleikhúsið okkar allra, þar sem þátttakendur kynnast Þjóðleikhúsbyggingunni í sögulegu samhengi, fara í skoðunarferð, öðlast innsýn í vinnuna baksviðs og kynnast því hvernig leikhúsgaldurinn verður til.

Pétur H. Ármannsson, höfundur nýlegrar bókar um Guðjón Samúelsson húsameistara og arkitekt Þjóðleikhússins, fræðir þátttakendur um bygginguna og sögu hennar. Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri á Stóra sviði Þjóðleikhússins, gefur innsýn í vinnuna baksviðs í leikhúsinu og Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir frá starfseminni í húsinu og hvernig leiksýningar verða til.

Skráning á námskeið

 

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími