27. Okt. 2022

Sjö ævintýri um skömm aftur á svið

Sýningin Sjö ævintýri um skömm hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á liðnu vori. Hún var tilnefnd til tólf Grímuverðlauna og hlaut verðlaunin fyrir leikrit ársins, leikstjórn, leikara í aðalhlutverki, leikmynd, búninga og lýsingu. Þetta nýja verk eftir Tyrfing Tyrfingsson kom áhorfendum skemmtilega á óvart, með sínum galgopalega húmor, frumleika og hlýju.

Hér er boðið upp á farsakennd ævintýri, byggð á sönnum atburðum, þar sem við fylgjum eftir ferðalagi skammarinnar í íslenskri fjölskyldu frá kanamellum í Flórída að Lúkasarmálinu á Akureyri og skoðum allt þar á milli!

Nánar / Kaupa miða



Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími